ATHUGIÐ: Tónleikarnir með Lewis Capaldi í Laugardalshöllinni 11. ágúst hafa verið teknir yfir af Senu Live sem mun sjá um allt skipulag héðan í frá. Tónleikarnir hafa verið færðir yfir í Gömlu góðu Höllina þar sem hámarksfjöldi gesta er 5.000. Búið er að hafa samband við alla sem áttu miða í Nýju-Höllina og þeim sendir nýir miðar í Gömlu-Höllina. Ef þú ert miðahafi og hefur ekki fengið póst frá okkur eða kýst frekar að fá endurgreitt eða færa þig milli verðsvæða vinsamlegast hafa samband við: info@tix.is
Nýja uppsetningin býður upp á sæti aftast í salnum. Annars vegar er það gamla góða stúkan og svo splunkuný stúka sem er fyrir framan þá gömlu, sem sagt nær sviðinu.
Verðsvæðin í nýja skipulaginu eru sem hér segir:
- Sitjandi A: 29.990 kr. (nýja stúkan)
- Sitjandi B: 24.990 kr. (gamla stúkan)
- Stæði: 15.990 kr. (gólf)
Sjá mynd af salnum hér
Spurt og svarað hér
Umsjón: Sena Live
UM LEWIS CAPALDI
Lewis er einn vinsælasti tónlistarmaður heims um þessar mundir, en hann náði fyrst vinsældum árið 2019 með lagið “Someone you loved” sem varð lag sumarsins, vann lag ársins á Brit Awards, náði efsta sætinu á Billboards listanum og hlaut Lewis Grammy tilnefningu fyrir lagið. Þá var ballið rétt að byrja.
Árið eftir vann Lewis Brit verðlaunin fyrir besta nýja listamanninn, og fyrsta platan hans varð söluhæsta plata 2019 og 2020 í Bretlandi. Lewis hefur selt upp miða á tónleikaferðalag á einni sekúndu, spilað fyrir milljónir manna um allan heim og samið lög fyrir listamenn eins og Ritu Ora.
Eftir stutt hlé eftir útgáfu fyrstu plötunnar og heimstúr, tilkynnti Lewis seinni plötuna sína sem kemur út í maí 2023. Titil lagið “Forget me” fór rakleiðis á topp breska vinsældarlistans og náði hann fyrsta sætinu í fjórða sinn þegar hann gaf út lagið “Pointless” í janúar 2023.