Tix.is

Um viðburðinn

Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur í íslensku samfélagi, sem upplifir jaðarsetningu vegna margþættrar mismununar. Þær skipa stóran en ósýnilegan sess í samfélaginu og mæta hindrunum við að nálgast tækifæri innan íslenskrar listasenu. Hennar rödd býður þér að taka þátt í umræðum um stöðu kvenna af erlendum uppruna í listum og fagna framlagi þeirra til samfélagsins.


Á ráðstefnunni, munum við heyra frá konum af erlendum uppruna sem starfa innan íslenskrar listasenu um reynslu þeirra og áskoranir sem þær mæta. Við höfum það að markmiði að greina og ræða þær breytingar sem eru þarfar til að skapa listasamfélag sem byggist á inngildingu og jafnræði.  


Skörun (e.intersectionality) er í forgrunni stefnu okkar og því vilja samtökin einnig auka sýnileika kynsegin fólks af erlendum uppruna sem og konur. Ráðstefnan er fyrir öll sem láta málefnið sig varða og býður upp á stutt erindi, pallborðsumræður og vinnustofur. Við vonum að dagurinn verði fræðandi og veiti innblástur fyrir öll sem hafa áhuga á listum og menningarlegri fjölbreytni í íslensku samfélagi.


Nánari upplýsingar um dagskránna má finna á

hennarrodd.is


Miðar eru til sölu á tix.is og innihalda veitingar og léttar veigar yfir daginn.

Almennt miðaverð er 4.000 kr.

Aðgengismiðar eru í boði í takmörkuðu upplagi fyrir þau sem eiga í fjárhagserfiðleikum, á 1.500 kr.

Miðar fyrir þátttöku á vinnustofurnar er hægt er að bæta við, á 1.500 kr.


Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður rittúlkuð á ensku og pólsku. Vinnustofur fara fram á ensku og eru ekki túlkaðar.


Í Borgarleikhúsinu er hjólastólaaðgengi, vinsamlegast láttu okkur vita og við munum gera viðeigandi ráðstafanir með því að senda okkur tölvupóst á hennarrodd@hennarrodd.is.


Ráðstefnan er styrkt af Félags- og vinnumarkaðs ráðuneytið og Reykjavíkurborg.


Sérstakar þakkir:

Borgarleikhúsið

66 Norður

Omnom

GOSH

Shisedo