Tix.is

Um viðburðinn

Við keyrum upp stuðið fyrir páskana á Ísafirði með 70's og 80's rokkveislu á skírdag 6. apríl í Edinborgarhúsinu. Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því flutt verða lög eftir Deep Purple, Whitesnake, Boston, Eagles, Toto, Kansas og Rainbow ásamt fleirum. Rokkveislan er tileinkuð minningu Magnúsar Hávarðarsonar, gítarleikara frá Bolungarvík, sem átti hugmyndina að tónleikunum.


Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 4.500 kr.


Fram koma:

Simbi Hjálmarsson, söngur

Hjördís Þráinsdóttir, söngur

Ylfa Mist, söngur

Stefán Baldursson, gítar

Alfreð Erlingsson, hljómborð

Jón H Engilbertsson, gítar

Þorsteinn Bragason, bassi

Haraldur Ringsted, trommur