Tix.is

Um viðburðinn

Hollywood hátíð á Hótel Grímsborgum


Við kynnum endurkomu HOLLYWOOD skemmtistaðarins í tilefni af 45 ára afmæli þess sem var sá vinsælasti á árunum 1978-87. HOLLYWOOD var jafnframt í eigu sömu eigenda og Hótel Grímsborgir, þ.e. Ólafs Laufdal og Kristínar Ketilsdóttir.


Hátíðin byrjar með 3ja rétta kvöldverði og 80's sýningu þar sem við rifjum upp HOLLYWOOD árin og mun úrvalslið söngvara og tónlistarfólks flytja vinsælustu lögin frá sýningum okkar ABBA, Bee Gees og Oliviu Newton John. Búast má við skemmtilegum uppákomum og svo verður alvöru ball í HOLLYWOOD salnum á nýju glæsilegu ljósadansgólfi þar sem landsþekktir plötusnúðar munu þeyta skífum.


Húsið opnar kl. 18:00 og fyrir show er boðið upp á þriggja rétta kvöldverð.


Verð: 12.900 kr á mann með 3ja rétta kvöldverð
Verð með gistingu: Ein nótt í tveggja manna superior herbergi með aðgang að heitum potti, morgunverð, 3ja rétta kvöldverð og sýningu: 50.800 kr. fyrir tvo. 

Fyrir einstaklings herbergi: 40.800 kr.


Nánari upplýsingar á info@grimsborgir.is eða í síma 555-7878

Umhverfið og Hótel Grímsborgir
Hótelið er fyrsta vottaða 5 stjörnu hótelið á Íslandi og býður upp á gistingu,
veitingar og þjónustu fyrir allt að 240 gesti, staðsett í Grímsnesi við Gullna
hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um
kring. Einstaklega friðsæll staður aðeins 45 akstur frá Reykjavík.

Hótelið er með glæsilegan veitingastað og veislusali sem henta veislum og
mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og
hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa notalega stemningu.
Eigendur og gestgjafar búa þau yfir áratugalangri reynslu í hótel- og
veitingageiranum. Ásamt þeim er starfslið hótelsins öflugur hópur sem
hefur að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.