Tix.is

Um viðburðinn

Kæri áhorfandi, fáðu þér sæti á fremsta bekk og vertu vitni að hinum stórkostlega matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? þar sem hin stórglæsilega Gunnella Hólmarsdóttir ætlar að matreiða fyrir okkur í beinni útsendingu og allt getur gerst! En hvernig er þessi matreiðsluþáttur frábrugðin öðrum? Í þessum þætti þarf Gunnella að stýra upptöku, skemmta áhorfendum, sjá um auglýsingar (spons) og elda allan matinn frá grunni og það með klukkuna tifandi yfir sér. Nær hún að höndla hitann? Eða þarf hún að fara úr eldhúsinu?

Hvað ef sósan klikkar? er heimildar sviðsverk skrifað út frá rannsóknarspurningunni um áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna.

Gunnella Jóhannsdóttir er ein af viðmælendum en hún hefur líkt og flestar konur, allt sitt líf unnið að því að bæta samfélagslega stöðu sína með því að vera „góð húsmóðir“ og sérfræðingur í sósugerð. – Viðtöl við hana eru hluti af sýningunni.

Gunnella Hólmarsdóttir byrjaði ung að tjá sig með dansi sem síðar leiddi hana til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk við BA í leiklist og starfar í dag þvert á miðla. Í mastersnámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands rannsakaði Gunnella áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna.

Höfundur: Gunnella Hólmarsdóttir

Hljóðmynd: Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson

Leikmynd: Gunnella Hólmarsdóttir

Grafík og hönnun: Eðvarð Atli Birgisson

Ljósmyndir: Hörður Ásbjörnsson

ATH: Valhnetur eru notaðar í verkinu.

12 ára aldurstakmark.

Sýningartími: 90 mín / Ekki hlé