Tix.is

Um viðburðinn

Árlegir Rótarýtónleikar fara fram sunnudaginn 16. apríl næstkomandi kl. 16:00.


Að þessu sinni eru þeir haldnir í Grafarvogskirkju.


Í tilefni af nýju og hljómfögru pípuorgeli kirkjunnar mun Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti í
Grafavogskirkju leika fyrir okkur valin orgelverk og kynna hljóðfærið.


Gestir verða einsöngvararnir Dísella Lárusdóttir sópran og Gissur Páll Gissurarson tenór.


Rótarýhreyfingin veitir á hverju ári fjárstyrki til efnilegra tónlistarnema. Að þessu sinni eru það
Flemming Viðar Valmundsson, harmonikuleikari og Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari.


Á tónleikunum mun Flemming Viðar leika á harmonikuna.


Það er Rótarýklúbburinn Reykjavík-Grafarvogur sem sér um tónleikana. Forseti klúbbsins er Helgi
Helgason, en umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar þetta starfsár er Bjarni Kr. Gímsson, félagi í
rótarýklúbbnum í Grafarvogi.


Rótarýhreyfingin er stolt af því að hafa veitt mörgu framúrskarandi tónlistarfólki námsstyrki.