Tix.is

Um viðburðinn

„Ég hitti manninn minn í röðinni um borð í easyJet flug og ég verð að segja mér líkaði strax illa við hann.“

Ung kvikmyndagerðarkona þarf að horfast í augu við fortíðina og sjálfa sig til að skilja hvernig líf hennar gat tekið svona óhugnanlega stefnu.

Einleikurinn Stelpur og strákar fjallar um ást, glæpi, lærð kynjahlutverk og samfélagsgerð okkar. Verkið afhjúpar um leið verstu hliðar mennskunnar. Í hvernig heimi getur fólk framið svona hrottaleg voðaverk?

Girls and boys er einleikur eftir breska leikskáldið Dennis Kelly. Hann var frumsýndur árið 2018 í Royal Court Theatre í London við einróma lof gagnrýnenda, en þá lék Carey Mulligan og Lyndsey Turner leikstýrði. Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk frumsýndi verkið á íslensku í maí 2022, ferðaðist með það um landið og klárar nú leikferð sína vorið 2023 í Tjarnarbíó.

Höfundur: Dennis Kelly
Leikkona: Björk Guðmundsdóttir
Leikstjórn: Annalísa Hermannsdóttir
Aðstoðarleikstjórn: Melkorka Gunborg Briansdóttir og Ásta Rún Ingvadóttir
Hljóðmynd: Andrés Þór Þorvarðarson
Ljósahönnun: Magnús Thorlacius
Leikmynd: Annalísa Hermannsdóttir
Íslensk þýðing: Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir
Grafísk hönnun: Björg Steinunn Gunnarsdóttir
Markaðsteymi: Kara Hergils Valdimarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir
Þakkir: Erna Magnúsdóttir, Fannar Arnarsson, Katrín Helga Ólafsdóttir, Guðborg Auður Guðjónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Helgi Gunnlaugsson, Hermann Kristjánsson, Hjalti Vigfússon

Lengd: 2 klst með hléi

TRIGGER WARNING: Grafískar lýsingar á ofbeldi. Blikkljós
Hægt er að hafa samband á fullordidfolk@gmail.com fyrir frekari upplýsingar um triggerandi þemu sýningarinnar.