Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Klara Elias steig fyrst inn í sviðsljósið 18 ára gömul sem söngkona í bandinu Nylon. Stelpurnar í Nylon gáfu út þrjár plötur og tíu stuttskífur sem höfnuðu í fyrsta sæti á spilunarlistum. Þær gáfu einnig út bók sem var tilnefnd á Barnabókaverðlaununum, og framleiddu raunveruleikasjónvarpsþátt. Klara Elias hefur verið kosin söngkona ársins auk þess að hafa verið tilnefnd til margra verðlauna fyrir framlag sitt með Nylon. Hún hefur komið fram á stærstu sviðum Evrópu, þar má helst nefna Bretland, ásamt vinsælustu popp hljómsveitum og tónlistarmönnum þess tíma.

Klara Elias flutti til Los Angeles árið 2010 þegar Nylon skrifuðu undir stóran plötusamning. Árið 2014 söng Nylon sitt seinasta, og markaði það upphaf sóló ferils Klöru Elias. Hún byrjaði að semja sína fyrstu sóló plötu, en tók pásu frá þeirri vinnu þegar framkvæmdastjórar og stjórnendur plötufyrirtækja í Los Angeles heyrðu lögin og vildu ólmir fá þau fyrir aðra tónlistarmenn. Það varð til þess að Klara tók stefnubreytingu og ákvað að leggja lagahöfundinn fyrir sig. Síðan þá hefur tónlist Klöru Elias verið gefin út af poppstjörnum víða um heim, í þremur heimsálfum. Nýlega gaf kóreski tónlistarmaðurinn Baekyun út sína fyrstu plötu, Delight, þar sem má heyra nokkur lög eftir Klöru. Platan Delight sló met í Kóreu, þar sem þetta var fyrsta platan gefin út af sóló tónlistarmanni sem seldi yfir milljón eintök, síðan 2001.

Klara Elias ætlar nú að stíga á svið í Bæjarbíói, í sínum heimabæ, og flytja einstaka tónleika þar sem má heyra nýja og gamla tónlist eftir hana og aldrei að vita nema nokkur Nylon lög fylgi með.

Hjarta Hafnarfjarðar