Tix.is

Um viðburðinn

Flestir gítarleikarar landsins kannast við Gunnar Örn gítarsmið og viðgerðarmann. Hann hefur gert við gítara um árabil og í seinni tíð smíðað hágæðahljóðfæri - auk þess að spila blús sjálfur af og til.
Í haust veiktist Gunnar alvarlega og gekkst svo undir stóra hjartaaðgerð um jólin. Í framhaldi af því er hann óvinnufær fram á vor.

Hópur af vinum hans hefur ákveðið að efna til styrktartónleika fyrir kappann - enda á hann það margfalt skilið.

Veislan fer fram á Ölveri fimmtudagskvöldið 2. mars. Fram koma:

Vintage Caravan, GG Blús, Singletons, Andri Ívarsson, RGP Blúsband, Ebenezer Blúsband, Heiða Eiríks & 75 og Ingvar Valgeirsson & Swizz

Aðgangseyrir er litlar 4,000 krónur.