Tix.is

Um viðburðinn

- ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR Í A OG B SVÆÐI! 
- VÖK HITAR UPP

DAGSKRÁ KVÖLDSINS:
18:30 - HÚSIÐ OPNAR
20:00 - VÖK
21:00 - BACKSTREET BOYS

Mynd af svæðinu hér
Spurt og svarað
hér

------------

BACKSTREET BOYS eru á leiðinni til landsins í fyrsta sinn og koma fram föstudaginn 28. apríl 2023 í Nýju - Laugardalshöllinni, en hljómsveitin heldur einmitt upp á þrjátíu ára afmæli í apríl á þessu ári. Um er að ræða fyrsta stoppið í nýrri hrinu tónleika og óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund.

Backstreet Boys eru ein áhrifamesta popphljómsveit heims, margverðlaunaðir, með óteljandi slagara og metsölutúra á bakinu. Í byrjun 2019 gáfu þeir út Grammy-tilnefndu plötuna DNA og bættu þar með í safnið lögum sem hafa trónað á toppi vinsældarlista um allan heim.

Hljómsveitin er margrómuð fyrir að gera ógleymanlega tónleika og búast má við nostalgíufylltu og trylltu föstudagskvöldi, 28. apríl í Reykjavík.

Tvö verðsvæði eru í boði:
- A svæði: 21.990 kr (standandi, nær sviði)
- B svæði: 15.990 kr (standandi, fjær sviði)

Hjólastólapallar verða inn á A-svæði. Hjólastólamiða skal kaupa í kaupferlinu eins og aðra miða. Verð er 7.995 kr (50% af ódýrasta verðinu) og ef um fylgdarmann er að ræða, skal kaupa þar til gerðan miða einnig fyrir fylgdarmanninn. Aðeins er heimilt að kaupa að hámarki einn miða fyrir fylgdarmann með hverjum hjólastól. Takmarkað magn í boði. Misnotkun getur valdið því að miðar verði bakfærðir.

Mynd af sal hér
Umsjón: Sena Live

UM BACKSTREET BOYS
Backstreet Boys er söluhæsta strákaband allra tíma. Platan DNA skaust strax strax í fyrsta sætið um allan heim árið 2019 og inniheldur smelli eins og Don’t Go Breaking My Heart. Lagið tryggði hljómsveitinni tilnefningu fyrir besta popp dúó / hópur á 2019 GRAMMY verðlaununum og var fyrsta lag hljómsveitarinnar á Billboard Hot 100 listanum í 10 ár.

Í maí 2019 hóf hljómsveitin DNA World Tour - stærsta heimstúr hljómsveitarinnar í 18 ár  og seldi hljómsveitin upp tónleika í leikvöngum í Norður Ameríku, Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku.  

Hljómsveitin gaf út heimildaþáttaseríu, Making of the DNA Tour, þar sem hægt er að kíkja bakvið tjöldin og sjá undirbúning fyrir heimstúrinn. Hægt er að horfa á þættina hér.

Backstreet Boys halda áfram að grípa huga og hjörtu milljónir manna um allan heim og er það mikið fagnaðarefni að þeir séu loksins á leiðinni til Íslands.