Tix.is

Um viðburðinn

Arnór Björnsson var einu sinni sprelligosi sem gerði grínsýningar um sjálfan sig. En nú hefur Arnór gengið í gegnum virt og lífsbreytandi leikaranám og er því þroskaðari manneskja. Þess vegna vill hann bjóða ykkur á... Aðra sýningu um sjálfan sig. Nema þessi er Ándjóks!  

Arnór sýndi Ándjóks sem útskriftarverk í Listaháskólanum. Nú er hann kominn aftur heim Hafnarfjörð til að sýna stykkið í síðasta skiptið.
Arnór Björnsson er 24 ára Hafnfirðingur, leikari, höfundur og leikstjóri sem er nýútskrifaður af leikarabraut Listaháskóla Íslands. Arnór hefur verið með leiklistarveiruna síðan hann var lítill. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga, framleitt og leikstýrt sjónvarpsseríu, skrifað bæði leikrit, þætti og bók.  Nú er Arnór nýútskrifaður og er kvíðinn útaf takmörkuðum skeggvexti sínum. Því hvernig á hann að fá Netflix víkingahlutverk ef hann er ekki með skegg? Ándjóks?!

Höfundur og leikari: Arnór Björnsson.