Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarkonan Eydís Evensen gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2021 undir Sony (New York & Berlín) imprint XXIM Records. Síðan þá hefur hún spilað fjölda tónleika víða um Evrópu auk annarra heimsálfa og hlotið mikið lof fyrir. 

Árið 2021 tók hún þátt í KEXP At Home Sessions streymistónleika sem hlaut flestu áhorf allra streymistónleika í KEXP tónleikaseríunni í COVID. Eydís hefur spilað í Royal Albert Hall í London, á ARTE Concert Festival í París þar sem hún spilaði í Gaîtè Lyrique ásamt heimsþekkta tónlistarmanninum Damon Albarn. Nýverið spilaði hún fyrir og heillaði hóp alþjóðlegra fagmanna í tónlistargeiranum á Eurosonic Festival í Groningen Hollandi. 

Eydís gaf út nýtt lag, Tephra Horizon, ásamt tónlistarmyndbandi, þann 17.febrúar. Nýja lagið er aðeins sýnishorn af því sem koma skal. Það eru stórir hlutir framundan hjá Eydísi. 26.maí næstkomandi gefur hún út nýja plötu, The Light, sem hún fylgir eftir í sumar með tónleikaferðalagi um Evrópu.

Allar upplýsingar um Evróputúrinn má finna á heimasíðu Eydísar: https://www.eydis-evensen.com/concerts

Ekki missa af einlægum og hjartnæmum tónleikum hennar í Hannesarholti 24. febrúar.