Tix.is

Um viðburðinn

Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, í leikstjórn Kolbúnar Lilju Guðnadóttur.

Það er ekki alltaf einfalt líf að búa í blokk.

Hver kannast ekki við geðvonda húsvörðinn sem hefur allt á hornum sér eða dramatíska unglinginn í næstu íbúð.

Í þessari tilteknu blokk er hljómsveitin Sónar aðalnúmerið og söngleikurinn Fólkið í blokkinni er í fullum undirbúningi af íbúum blokkarinnar. Það gengur á ýmsu hjá meðlimum hjómsveitarinnar sem og öðrum íbúum, vandamálin eru ýmist sprenghlægileg eða grafalvarleg og ástin liggur í loftinu. Komið og sjáið þetta stórskemmtilega leikverk þar sem tónlist og gleði er í fararbroddi.