Tix.is

Um viðburðinn

Bjarni Ara & Elvis Presley lögin

Stórsöngvarinn og látúnsbarkinn Bjarni Ara flytur Elvis Presley lögin af sinni alkunnu snilld laugardagskvöldin 4. 11. og 18. febrúar 2023.

Bjarni býðum gestum að njóta tónlistar Elvis í frábærum flutningi í notalegu umhverfi Hótel Grímsborga. Gestir geta sungið með lög eins og Always on my mind, Love me tender, The wonder of you, Suspicious minds, It’s now or never, Don’t be cruel og fleiri.

Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá þér fara.

Með sýningunni verður boðið upp á glæsilegan 3 rétta kvöldverð. Borðapantanir eru frá kl. 18:00 og sýning hefst kl 20:30.

Verð: 13.900 kr á mann með 3ja rétta kvöldverð

Verð með gistingu: Ein nótt í tveggja manna superior herbergi með aðgang að heitum potti ásamt morgunverði, 3ja rétta kvöldverð og tónleikum: 79.900 kr. fyrir tvo. Fyrir einstaklings herbergi: 55.000 kr.

Aukanótt aðeins 20.000 kr.

Borðapantanir eru frá kl 18:00 og sýning hefst kl 20:30.

Fyrirspurnir á info@grimsborgir.is eða í síma 555-7878 

 

Umhverfið og Hótel Grímsborgir

Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 akstur frá Reykjavík.

Hótel Grímsborgir er með glæsilegan veitingastað og veislusali sem taka allt að 200 manns í sæti sem henta veislum og mannfögnuðum af öllum toga. Rómaðar veitingar, náttúrufegurð og hugguleg umgjörð hótelsins hjálpast að við að skapa notalega stemningu.

Eigendur og gestgjafar Hótel Grímsborga eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir og búa þau yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum. Ásamt þeim er starfslið hótelsins öflugur hópur sem hefur að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.