Tix.is

Um viðburðinn

Myrkir músíkdagar 2023

Don Kíkóti, Molly Bloom og skrímslið Ubu ferðast til tunglsins í flutningi Ísaks Ríkharðssonar, Hyazinthu Andrej og Stefans Kägi.
Frumflutningur á Íslandi á tveimur píanótríóum: White Flags eftir Daníel Bjarnason og Présence eftir Bernd Alois Zimmermann. White Flags fjallar um ameríska fána, sem skildir voru eftir á tunglinu fyrir 50 árum síðan í Apolló geimferðaáætluninni, en hafa upplitast vegna útfjólublárrar geislunar og eru orðnir hvítir. Verkið blandar saman ameríska þjóðsöngnum og “white noise”. Présence er mótsagnakenndur ballett, með sögumanni og þremur dönsurum; þeim Don Kíkóta, Molly Bloom úr Ulysses eftir James Joyce og skrímslinu Ubu úr samnefndu leikriti eftir Alfred Jarry. Hins vegar eru dansararnir einungis hljóðfæraleikarar og sögumaðurinn er bara látbragðsleikari.

Efnisskrá
White flags (2018) - Daníel Bjarnason.              
Fyrir fiðlu, selló og píanó. (Frumflutningur á Íslandi).
Présence (1961) - Bernd Alois Zimmermann.
Fyrir fiðlu, selló og píanó. (Frumflutningur á Íslandi).

Flytjendur
Ísak Ríkharðsson, fiðla
Hyazintha Andrej, selló
Stefan Kägi, píanó

Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd, án hlés.