Tix.is

Um viðburðinn
Á tónleikunum mun Kristín Lárusdóttir (Selló-Stína) leika eigin nýútgefin tónverk í bland við eldri tónsmíðar. Tónlist Kristínar sækir innblástur í íslenskan tónlistararf og íslenska náttúru. Kristín spilar á selló og kveður í bland við ýmis rafhljóð. Tónlist Kristínar er allt frá því að vera lagræn yfir í tilraunakennt popp. Kristín hefur áður gefið út tvær plötur með eigin tónsmíðum, Hefring kom út haustið 2013 og Himinglæva haustið 2016.