Tix.is

Um viðburðinn

Markþjálfunardagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi markþjálfunarviðburðurinn á Íslandi. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem ein af árlegu og eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs sem stjórnendur og markþjálfar ættu ekki að láta fram hjá sér fara – tryggið ykkur miða!

Boðið er upp á tvo viðburði:

Vinnustofur fyrir markþjálfa
miðvikudaginn 1. febrúar milli kl. 10:00 og 16:00  

Markþjálfunardagurinn, ráðstefna
fimmtudaginn 2. febrúar milli kl. 13:00 og 17:00

Aðalfyrirlesarar í ár eru:

Tonya Echols, margverðlaunaður alþjóðlegur markþjálfi sem situr m.a. í ráðgjafateymi Forbes og markþjálfateymi TED Talks. Hún var valin stjórnendamarkþjálfi ársins 2022 hjá CEO Today Magazine. Hún mun fjalla um hvernig hægt er að nýta markþjálfun sem öflugt úrræði til að skapa sálrænt öryggi á vinnustað og sigrast á eyðileggjandi áhrifum hlutdrægni og mismununar. Tonya er einnig einn af leiðbeinendum á vinnustofum markþjálfa. 

Haraldur Þorleifsson frumkvöðull. Hann er persónulegur í sinni frásögn, ræðir um tengingar á milli fólks, tækni og sína sýn á veraldarvefinn og tækifærin sem þar liggja. Haraldur stofnaði Ueno sem keypt var af Twitter eins og frægt er orðið, rampar upp Ísland og var valinn manneskja ársins 2022.  

Kaveh Mir, MCC, þaulreyndur stjórnendamarkþjálfi sem situr í alþjóðastjórn ICF og hefur þjálfað æðstu stjórnendur Amazon, Warners Bros, Google, HSBC svo fáein dæmi séu tekin. Hann skoðar hvernig aðferðir markþjálfunar geta stutt við geðheilbrigði, vellíðan og framleiðni á vinnustað. Kaveh er einnig einn af leiðbeinendum á vinnustofum markþjálfa. 

Aðrir fyrirlesarar eru:

•  Aldís Arna Tryggvadóttir, PCC markþjálfi hjá Heilsuvernd og Jón Magnús Kristjánsson læknir sem ræða um samstarf markþega og markþjálfa og hvernig vegferð markþegans til persónulegs vaxtar getur tekið óvænta stefnu.

•  Davíð Gunnarsson framkvæmdarstjóri hjá Dohop og Kristrún Konráðsdóttir, ACC og MPM, teymismarkþjálfi hjá Dohop sem ræða hvernig markþjálfun er nýtt sem auðlind í vexti Dohop á tímum óvissu og hraða.

•  Malcolm Fiellies, PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri EMEA. Hann mun fjalla um aðferðir við að styðja starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar. Malcolm er einnig einn af leiðbeinendum á vinnustofum markþjálfa.

•  Anna María Þorvaldsdóttir ACC, stjórnendamarkþjálfi og MBA og Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi og NLP master coach. Fyrirlestur þeirra fjallar um vegferð stjórnandans til árangurs og það hugarfar sem til þarf.


Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ICF Iceland
Smelltu hér - Markþjálfunardagurinn ráðstefna

Smelltu hér - Markþjálfunardagurinn vinnustofur

 

ATH. Pantanir fyrir fyrirtækjaborð og hópa er að finna undir miðasölu fyrir ráðstefnuna. Pantanir fyrir kynningarbása sendist á icf@icficeland.is