Tix.is

Um viðburðinn

Guitar Islancio hefur starfað frá árinu 1998 og fagnar því 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Tríóið hefur, allt frá stofnun notið mikilla vinsælda og haldið fjölda tónleika og komið fram á tónlistarhátíðum bæði hér á Íslandi og erlendis. Í tilefni af þessum tímamótum verða tónleikar í Kaldalóni í Hörpu, fimmtudaginn 16. febrúar og þar mun tríóið, ásamt gestum, stikla á stóru í gegn um þessi ár. 

Tríóinu til fulltyngis verða sænski saxófónleikarinn Jonas Knutsson, sem er einn virtasti tónlistarmaður Svíþjóðar í dag. Unnur Birna Björnsdóttir, söngkona og fiðluleikari og Sigfús Örn Óttarsson, slagverksleikari. Dagskráin verður blanda af íslenskum og sænskum þjóðlögum ásamt dassi af Þursum og tónlist eftir þá Jonas og Björn.

https://guitarislancio.is
https://jonasknutsson.se

Björn Thoroddsen - gítar
Þórður Árnason - gítar
Jón Rafnsson - kontrabassi
Jonas Knutsson - altó- og sópransaxafónar
Unnur Birna Björnsdóttir - fiðla og söngur
Sigfús Örn Óttarsson - trommur