Tix.is

Um viðburðinn

Hrafnhildur Björnsdóttir stundaði söngnám hjá Þuríði Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík og síðar í Trinity College of Music í London hjá David Thomas þar sem hún lauk einsöngvaraprófi. Frá unga aldri hefur Hrafnhildur sungið með og sem einsöngvari í ýmsum kórum bæði hér heima og í Englandi. Helstu óperu hlutverk og sviðskórar Hrafnhildar eru hjá English National Opera, Scottish Opera, English Touring Opera, Ópera Austurlands, sumar Óperan og Íslenska Óperan. Einsöngshlutverk eru, Næturdrottningin úr Töfraflautunni (Mozart) og 1. Dama, Gréta í Hans og Grétu (Humperdink), Gianetta í Ástardrykknum (Donizetti), Adele í Leðurblökunni (Strauss), Frasquita í Carmen (Bizet), Lucia í The Rape of Lucretia (Britten) Venere, Fortuna og Damigella í Poppea (Monteverdi) Najade í Ariadne auf Naxos (R Strauss).

Hrafnhildur hefur sungið Óratoríurnar, Messías (Handel), Gloría (Vivaldi,) Requíem (Mozart), Missa Brevis (Britten), Carmina Burana (Orff), Requíem (Rutter) og Requíem (Brahms.) Einnig hefur hún haldið tónleika hér heima í Englandi, Skotlandi, Þýskalandi og nú síðast í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hrafnhildur er búsett í Englandi og rekur ásamt eiginmanni sínum, Martyn Parkes píanóleikara, Impromptu Opera og Art Song International.

Karin Torbjörnsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og síðar við Universität Mozarteum í Salzburg þar sem hún útskrifaðist úr Bachelor og Mastersnámi með heiðursgráðu. Meðal óperuhlutverka Karinar eru Cherubino eftir Mozart (Le nozze di Figaro), Annio (La clemenza di Tito), Bastien (Bastien und Bastienne), 2.Lady (Töfraflauta), Dorabella (Cosi fan tutte). Samtímahlutverk eins og Amando (Le grand Macabre, Ligeti), Alto 2 (Prometeo, Luigi Nono), Der Trommler (Der Kaiser von Atlantis, V.Ullmann) og ítölsku óperuhlutverkin Flora (La traviata, Verdi), Tisbe (La) cenerentola, Rossini), Rosina og Berta (Il barbiere di Siviglia, Rossini), auk Ottavia (Il giuoco del quadriglio, Caldara) og Pastuchyna (Jenufa, Janácek) á tékknesku.

Karin var valin söngkona ársins 2020 af Grímunni, Íslensku sviðslistaverðlaunin, fyrir túlkun sína á Cherubino í Le nozze di Figaro eftir Mozart með Íslensku óperunni. Árið 2021/22 söng Karin tónleika á Íslandi ásamt Gaiva Bandzinaite píanóleikara og þreytti frumraun sína í Svíþjóð í flutningi Alma Mahler með Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar.

Martyn Parkes píanóleikari útskrifaðist frá Háskólanum í Hull og The Royal Northern College of Music í Manchester. Hann starfaði við skólann á árunum 2000-2006. Eftir það fékk hann stöðu sem meðleikari við Chetham's School of Music í Manchester þar sem hann starfar enn.

Hann hefur verið meðleikari í The Kiri Prize á vegum BBC Radio 2, eins fyrir Classical Star hjá BBC og leikið með þeim sem komast í úrslit í BBC Young Musician keppninni.