Tix.is

Um viðburðinn

HAM ásamt Lazyblood í Gamla Bíói föstudaginn 2. október nk. kl. 21.00

Við erum HAM og þið eruð HAM. Og saman verðum við HAM í Gamla Bíói föstudaginn 2. október n.k. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 en þá stígur Lazyblood á svið.

HAM eru án nokkurs vafa ein öflugasta rokkhljómsveit Íslands fyrr og síðar. Tónleikar sveitarinnar hafa jafnan gert stormandi lukku enda valinn maður í hverju rúmi. Nokkuð er síðan að HAM hélt tónleika í Reykjavík og því ætti enginn að láta þessa dásemd fram hjá sér fara.