Tix.is

Um viðburðinn

Leikritið Bót og betrun er sprenghlægilegur farsi um svindl, svik og pretti.

Bót og betrun fjallar um Erik Swan sem eftir að hafa verið sagt upp í vinnunni grípur til þess ráðs að svíkja peninga út úr kerfinu á mjög svo vafasömum forsendum.

Hann flækist óþægilega mikið í lygavefnum sem hann hefur spunnið og horfir fram á að spilaborgin hans hrynji með látum.


Leikfélag VMA hefur undanfarin ár sýnt vinsæl leikrit og er að þessu sinni mætt með farsa undir leikstjórn hinnar margreyndu Sögu Geirdal Jónsdóttur.

Spenntu magavöðvana því þú munt þurfa að nota þá í Vasaleikhúsinu í VMA.


Leikarar:

Örn Smári Jónsson

Franz Halldór Eydal

Katla Snædís Sigurðardóttir

Hanna Lára Ólafsdóttir

Sigríður Erla Ómarsdóttir

Hemmi Ósk Baldursbur

Sigrún Karen Yeo

Ingólfur Óli Ingason

Guðmar Gísli Þrastarson

Svavar Máni Geislason


Höfundur: Michael Cooney

Þýðing: Hörður Sigurðarson

Leikstjórn: Saga Geirdal Jónsdóttir