Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL og Sara Flindt (ZAAR) koma saman í síðasta skiptið á árinu sem nú er að líða og spila tónlist af splitt-skífunni While We Wait sem kom út í ársbyrjun 2022 í bland við óútgefið efni.

Stuttu eftir útgáfu plötunnar héldu þær af stað í tónleikaferðalag um Ísland í marsmánuði og Danmörku í ágúst, með viðkomu í Bandaríkjunum. Kveikjan að samstarfinu varð til í kjölfar streymistónleika þeirra frá Mengi haustið 2020. Þar spratt upp hugmyndin að splitt-skífu - sem kom svo út tveimur árum síðar.

Þetta eru síðustu tónleikar tónlistarkvennanna á árinu eftir ævintýralegt ár. Á efnisskránni verða lög af While We Wait í bland við nýtt óútgefið efni. Hver veit svo nema að það hljómi eins og eitt jólalag með?

Mengi hljómsveit::
Salóme Katrín
Sara Flindt
Rakel Sigurðardóttir
Björg Brjánsdóttir - Flauta
Vikram Pradhan - Sviðsmynd (visuals)

Tónleikurinn eru haldinn sem hluti af tónlistarseríu PULS, sem styrkt er af Nordisk Kultur Fond.

Húsið opnar 20.30
Tónleikar hefjast 21.00