Tix.is

Um viðburðinn

Moses Hightower ætlar að færa fólkinu funkið föstudagskvöldið 16. desember á Sunset, nýopnuðum næturklúbbi EDITION hótelsins. Þetta verður veisla fyrir öll skilningarvit, þar sem fimm stjörnu harðviður mætir fimm stjörnu bandi við undirleik barsins.

Húsið opnar kl. 20:30, Moses spilar kl. 21:00 og að tónleikunum loknum heldur Fusion Groove uppi stuði til kl. 03:00 eða þar um bil. Þetta verður nú aldeilis eitthvað!

Inngangur Sunset er Hörpu-megin á EDITION og gengið er niður tröppur merktar Sunset.