Tix.is

Um viðburðinn

Píka er líkamshlutinn sem við nefnum sjaldnast upphátt og helst ekki sínu rétta nafni. Hvers vegna ekki að byrja núna?

Píkusögur, eftir bandaríska leikskáldið Eve Ensler, hefur verið kallað mikilvægasta og pólitískasta leikverk síðari ára. Óhætt er að segja að það hafi hreyft við áhorfendum þegar það var frumsýnt árið 1996. Verkið samanstendur af einræðum kvenna sem allar hafa sögur að segja um píkur, ýmist sínar eigin eða annarra kvenna píkur. Sumar skoplegar og stundum drepfyndnar. Aðrar nístandi dramatískar og sorglegar Eftir velgengni leikverksins stofnaði höfundurinn Eve Ensler, ásamt fleirum, V-dags samtökin sem hafa það að markamiði að vinna gegn ofbeldi á konum. Allur ágóði af þessar uppsetningu af Píkusögum mun renna til Stígamóta.