Tix.is

Um viðburðinn

DesignTalks 2023

Alþjóðleg ráðstefna sem fer fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 3. maí.

Kynntu þér dagskrá og þá sem koma fram á DesignTalks 2023 hér. https://honnunarmars.is/dagskra/2023/designtalks-2023


DesignTalks er stór ráðstefna og vel þekkt alþjóðlega sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um helstu þróun og breytingar sem drifnar eru áfram með aðferðum hönnunar og arkitektúrs - og einn sá skemmtilegasti!

Viðburðurinn tekur á áskorunum líðandi stundar og varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum, með erindum um áhrifamikil verkefni og innblásnum samtölum. Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir, erlendir og innlendir veita innsýn í brýn viðfangsefni af öllu hjarta. Ekkert er utan seilingar.

Fatahönnuðir, matarhönnuðir, arkitektar, vöruhönnuðir og gagnvirkni hönnuðir hafa fjallað um sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í hönnun, tækni, jafnrétti, sveppi, upplifunarhönnun, stafræna tísku, upplýsingahönnun, endurhönnun kerfa, hönnunarhugsun, gagnalæsi og hönnun í geimnum - fyrir jörðina.

DesignTalks höfðar til allra sem láta sig hönnun, arkitektúr, nýsköpun og framtíðarhugsun varða og hefur að markmiði að hvetja til skapandi samtals og samstarfs í víðu samhengi.

„Allt í okkar manngerða umhverfi er hannað, líka sum vandamál. Þess vegna þurfum við stöðugt að hugsa um og vinna að umbótum,“
Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks.


Ráðstefnan er lykilviðburður HönnunarMars og hefur verið einn best sótti viðburður hátíðarinnar frá upphafi þar sem um 800 manns hafa komið saman. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi DesignTalks sem framleiddur er af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. HönnunarMars fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023.