Tix.is

Um viðburðinn

Safnahúsið skapar glæsilega umgjörð um opnunarviðburð Tertulia Reykjavík. Vinir okkar hjá Vínstúkunni 10 sopar döfra fram huggulega munnbita og gestir geta valið sér vínglas. Tónlistin fyllir svo salarkynnin og gestir geta skoðað lykilverk í myndlistarsögu þjóðarinnar.

Fram koma: 

Pallavi Mahidhara, píanó,
Lily Francis, fiðla,
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla,
Sæunn Þorsteinsdóttir, selló James Austin Smith, óbó.

Vín og hressing frá Vínstúkunni 10 sopar, tónlist eftir Jórunni Viðar, William Grant Still
og Josef Suk.

-------------------------------------

Tertulia er tónlistar- og matarviðburður sem kemur nú til Reykjavíkur frá New York þaðan sem viðburðirnir eru upprunnir. Veitingahús fyllast af tónlist og milli verka er borinn fram glæsilegur kvöldverður. Dagana 13.–15. janúar verða tónleikar á 5 mismunandi stöðum þar sem boðið verður upp á viðeigandi veitingar með.

Hægt er að kaupa passa á alla viðburðina 5 eða staka miða á hvern fyrir sig. Takmarkaður miðafjöldi í boði.