Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan Bjarni Thor Kristinsson varð óperusöngvari fer hann yfir ferilinn með góðum gestum í hátíðardagskrá í Salnum 19. janúar.

Vorið 1997 steig Bjarni Thor í fyrsta sinn á svið Þjóðaróperunnar í Vín og hófst þar með ferlill sem staðið hefur óslitið síðan í 25 ár. Eftir þennan aldarfjórðung eru hlutverkin orðin mörg og óperuhúsin líka og því tilvalið að líta um öxl; dusta rykið af gömlum nótum og stíga á svið.

Við píanóið situr Ástríður Alda Sigurðardóttir og félagar í Kammeróperunni taka þátt í dagskránni en þau heita Lilja Guðmundsdóttir, Kristín Sveinsdóttir, Eggert Reginn Kjartansson og Unnsteinn Árnason.