Tix.is

Um viðburðinn

Kvartettinn Andakt mun vera með JólaAndakt 17. desember 2022 í hinni einstaklega sjarmerandi
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.

Stefnt er á að eiga yndislegt kvöld á aðventunni með frábærum söngvurum og tónlistarfólki.
Flutt verður jólatónlist af bestu gerð og jafnvel slæðast inn falleg lög sem falla inn í stemninguna.
Lyftum andanum yfir annríkið og eigum yndislega kvöldstund saman.

Kvartettinn Andakt skipa:
Sigga Guðna (söngur), ÍrisG (söngur), Grétar Lár (söngur og gítar) og Hálfdán (söngur og bassi).