Tix.is

Um viðburðinn

Snertiskólinn er leikandi léttur og gagnvirkur einleikur, þar sem Matilda Gregersdotter kynorkusérfræðingur, fjallar á einlægan, opinskáan og húmorískan hátt um töfra kynorkunnar og hvernig hægt er að lifa í unaðsflæði daginn út og inn. Hún brýtur frásagnarformið upp með þátttöku áhorfenda og leiðir gesti í gegnum öræfingar í núvitund og næmni.

Að fá snertingu er lífsnauðsynlegt fyrir heilsu og hamingju mannfólks. Þurfum við ekki að æfa okkur í að snertast aftur eftir langan heimsfaraldur, einangrun og vitundarvakningu í kringum kynferðisbrot? Við erum að læra að koma við hvort annað á nýjan hátt, í fullu samþykki og meðvitund. Snertiskólinn styður það ferli á skemmtilegan hátt með lærdómi og leik, alvöru og gríni.

Sýningin er nautnafull kvöldstund með fræðsluívafi og léttum æfingum.

Verkefnin sem þáttakendur fá, felast m.a. í því að hreyfa sig við tónlist, tala saman á nýjan hátt við sessunautinn í leikhúsinu ásamt stuttum, fallegum tilraunum með handanudd og augnaráð. Hver og einn tekur þátt til þess að skemmta sér og læra, innan sinna marka.

Matilda Gregersdotter er reynslumesti markþjálfi Íslands, MCC frá 2013. Hún rekur markþjálfunarskólann Evolvia og hefur starfað við markþjálfun og kennslu um árabil. Hún skipuleggur einnig reglulega hátíðir og viðburði sem tengjast samskiptum og kynorku og gaf út bókina Daily Sex árið 2020. Matilda er fædd í Svíþjóð en hefur búið hér á landi í 25 ár. Sýningin fer fram á íslensku og allir eru fullklæddir!

Ekki láta þennan skemmtilega, lærdómsríka og kynæsandi viðburð fram hjá þér fara.

Sýningartími er samtals 120 mínútur með einu hléi.

HÖFUNDUR OG FLYTJANDI: Matilda Gregersdotter
www.matildagregersdotter.com