Iceland Airwaves er íslensk tónlistarhátíð með yfir 20 ára sögu sem hóf göngu sína í flugskýli um síðustu aldamót og hefur þróast í að vera ein mikilvægasta tónlistarhátíð Íslendinga á hverju ári. Í nóvember ár hvert fyllist Reykjavík af lífi og tónlist í hverjum krók og kima þar sem upprennandi íslenskir listamenn og alþjóðlegar stórstjörnur koma fram og leika list sína. Á hátíðina mæta tónlistarunnendur frá öllum heimshornum sem ráfa um tónleikastaði í leit að næstu stjörnum íslensks tónlistarlífs eða til að horfa á sitt uppáhalds atriði.
Iceland Airwaves er óumdeilanlega mikilvægasti stökkpallur og kynningarvettvangur fyrir íslenska tónlist og tækifæri fyrir tónlistarunnendur til að sjá heimsklassa tónlistarfólk koma fram og í leiðinni uppgötva eitthvað nýtt í borg sem skapar einstaka stemningu sem fólk víðsvegar af úr heiminum sækist eftir ár eftir ár.
LISTAMENN ÞEGAR TILKYNNTIR:
Andy Shauf, Anna Gréta, Árný Margrét, Ásdís, Ash Olsen, Balming Tiger, Blondshell, Bombay Bicycle Club, Cassia, Celebs, Clubdub, Cyber, Daniil, DOMi and JD Beck, Donkey Kid, Eydís Evensen, Faux Real, FETISH, Fran Vasilic, Gallus, Ghostly Kisses, Greyskies, GRÓA, Jelena Ciric, JJ Paulo, Jonathan Hultén, Kári Egilsson, Kónguló, Kristin Sesselja, Kneecap, Kusk & Óviti, Kvikindi, Lime Garden, Lón, Love’n’joy, Madmadmad, Markéta Irglová, Monikaze, Mugison, Myrkvi, Nanna, Neonme, Sandrayati, Sigrún Stella, SKAAR, Soffía, Sprints, Squid, Superjava, Superserious, The Goa Express, The Haunted Youth, Tilbury, Trentemøller, Whispering Sons, Yard Act
ATH: