Tix.is

Um viðburðinn

Karlakór Reykjavíkur og Tórshavnar Manskór halda sameiginlega aðventutónleika í Hallgrímskirkju 10. og 11 desember 2022. Kórarnir syngja bæði saman og hver fyrir sig. Um er að ræða hefðbundna dagskrá aðventutónleika. Karlakór Reykjavíkur hefur til fjölda ára haldið aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Vegna Covid varð að aflýsa tónleikunum 2020 og 2021.

Þess má geta að kórarnir hafa verið í góðu samstarfi til margra ára. Í ár fer Karlakórinn til Færeyja og syngur á jólatónleikum með Tórshavnar Manskór fyrstu dagana í desember og þeir koma til Íslands á framangreinda tónleika.

Mikil stemming er fyrir báðum þessum tónleikum sem jafnframt styrkir gott vinasamband þjóðanna.

Karlakór Reykjavíkur samanstendur af hópi söngelskra karla á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Í gegnum árin hefur kórinn, undir styrkri stjórn reyndra stjórnenda, skapað sér góðan orðstír, innanlands sem utan. Hann er einn af elstu kórum landsins, stofnaður 1926. Félagar í kórnum eru um 80 talsins, á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Fastir viðburðir á vegum kórsins eru árlegir jóla og vortónleikar.

Stjórnendur: Friðrik S. Kristinsson og Bjarni Restorff.

Orgelleikur: Lenka Mátéová. Píanóleikari: Ari Hammer Joensen