Tix.is

Um viðburðinn

Laugardaginn 19. nóvember verður þakkargjörðarhátíð Félags Fulbright-styrkþega haldin í hátíðarsal Gróttu að Suðurströnd 8 á Seltjarnarnesi.

Innifalið í miðaverði er fordrykkur (hefst 18:30) og þriggja rétta hefðbundin þakkargjörðarveisla með öllu (hefst 19:00) ásamt einum miða í happdrætti FFSÍ.

Happdrættismiðar verða einnig til sölu á staðnum sem hluti af fjáröflun en allur ágóði rennur til Fulbright-styrkja fyrir íslenska námsmenn. Hátíðin er þekkt fyrir glæsilega vinninga og verða þeir tilkynntir á næstunni.

Þar sem drykkir eru ekki seldir á staðnum er gestum boðið að hafa drykki meðferðis.

Hægt er að óska eftir vegan valmöguleika við miðakaup en slíkar óskir þurfa að berast minnst 5 dögum fyrir viðburð. Vegan valmöguleikinn er dýrindis rauðrófu wellington.

Athugið að síðast þegar þessi viðburður var haldinn seldust miðar upp þannig við hvetjum fólk til að kaupa miða sem fyrst! Öll velkomin, óháð tengslum við Fulbright eða Bandaríkin.