Tix.is

Um viðburðinn

Ef ég gleymi er danskt leikverk sem er skrifað sem fræðsluefni um heilabilun. Leiksýningin er einleikur sem fjallar um Reginu sem greinist með Alzheimer. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tekur smám saman völdin yfir lífi Regínu bæði andlega og líkamlega. Sýningin fjallar um raunverulegt viðfangsefni sem sérhvert nútímaþjóðfélag glímir við og snertir margar fjölskyldur í landinu.

 

Eftir leiksýningu fara fram umræður um leikritið og heilabilun með fagaðilum.

 

Ef ég gleymi var hluti af lokaverkefni Sigrúnar Waage í M.Ed í sviðslistakennslu við Listaháskóla Íslands vorið 2022.

Höfundur: Rikke Wolck.

Endurskrif og staðfæring: Sigrún Waage

Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir

Leikari: Sigrún Waage

Höfundur tónlistar: Sigrún Waage

Söngur: Sigrún Waage

Leikmunir: Anna Þórunn Hauksdóttir, Hendrikka Waage og Halldór Hjálmarsson

Útsetning tónlistar: Már Gunnarsson, Sigrún Waage og Þór Óskar Fizgerald

Undirleikur: Már Gunnarsson og Þór Óskar Fitzgerald

Hljóðblanda Þór Óskar Fitzgerald

Framleiðandi: Sigrún Waage/Leiktónar