Tix.is

Um viðburðinn

Welcome to the Metaverse!

Hinn árlegi alþjóðadagur viðskiptalífsins verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. nóvember kl. 14:00-17:00. Að þessu sinni beina millilandaráðin sjónum sínum að framtíð samfélagsmiðla og áhrifum þeirra á viðskiptalíf, fjölmiðla og neytendahegðun. Framsögufólk á fundinum hefur allt mikla þekkingu og reynslu af samfélagsmiðlum, gervigreind og nýjustu kynslóð vefsins (WEB3).

Fram koma:

  • Eva Ruza, áhrifavaldur og skemmtikraftur
  • George Bryant, sem er Global Chief Creative Officer hjá The Golin Group
  • Finola McDonnel, alþjóðlegur samskipta- og markaðsstjóri hjá Financial Times
  • Rasmus Høgdall, sem er Creative Strategist hjá Meta
  • Hilmar Gunnarsson, stofnandi og forstjóri Arkio
  • Omar Karim, sem starfar sem Creative Strategist & Technologist

Styrktaraðili ráðstefnunnar er Origo.

Bakhjarlar millilandaráðanna eru Icelandair, Landsvirkjun, Marel og Össur.

Millilandaráðin, sem hafa aðsetur hjá Viðskiptaráði Íslands, eru 16 talsins og hafa það öll að markmiði að efla og viðhalda alþjóðlegum viðskiptatengslum. Þau eru tengslanet fyrirtækja, stofnana og einstaklinga og skapa vettvang fyrir samskipti, m.a. við hið opinbera. Nánar má lesa um millilandaráðin á millilandarad.is