Hvað langar þig til að hlusta á?
Glymskrattinn eru ófyrirsjáanlegir fjölskyldutónleikar þar sem tónleikagestum er sjálfum leyft að velja tónleikaprógrammið af tónlistarseðli dagsins. Á tónlistarseðlinum gætir ýmissa grasa frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar og því geta gestir átt von á fjölbreyttu tónlistargúmelaði. Stemningin er afslöppuð og innileg og stundum fá áheyrendur meira að segja að taka örlítinn þátt í flutningnum.
Flytjendurnir koma frá Hollandi, Brasilíu og Íslandi og leikið er á selló, harmonikku, brasilískan gítar og fiðlu.
Fram koma
hljóðfæraleikari
listrænn stjórnandi og söngkona
fiðluleikari
sópran
sellisti
What would you like to listen to?
The Jukebox is an unpredictable concert in an intimate and relaxed setting where the concerts goers themselves can choose what they'd like to listen to from a list with different themes. Sometimes, the guest are even allowed to take a little part themselves in the music making. This concert is recommended for everyone!