Tix.is

Um viðburðinn

Tamara Lunger - the soul mountaineer
"Me, fragile and strong as ice"

Tamara gefur okkur innsýn inn í leiðangursheim sinn þar sem hún hefur átt magnaðan feril sem er bæði litaður af sorgum og sigrum. Meðal afreka hennar má nefna að hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Leiðangrar hennar eru margir og áhugaverðir en að þessu sinni ætlar hún að segja okkur frá tilraunum sínum við að klífa risana í Karakorum fjallgarðinum að vetrarlagi.
Veturinn 2019/20 gerir Tamara ásamt læriföður sínum og klifurfélaga Simone Moro tilraun til þess að klífa Gasherbrum I & II. Leiðangurinn gengur ekki upp og þau þurfa frá að hverfa vegna slyss sem þau lenda í í hæðaraðlöguninni.
Ári síðar finnur Tamara þörf til þess að halda aftur til Pakistan og reyna aftur við “fjallið sitt” K2 að vetrarlagi. Þetta er hennar allra erfiðasti leiðangur þar sem hún upplifir mikinn harmleik á þessu öðru hæsta fjalli heims þegar fimm félagar hennar týna lífi í tilraunum sínum til þess að klífa fjallið. Þessi átakanlega lífsreynsla markar Tamöru og deilir hún með áheyrendum hvernig hún hefur tekist á við hana.

Tamara kallar sig, “The Soul Mountaineer” því hún það þekkir vel að það er ekki nóg að vera bara í líkamlega góðu formi heldur líka hversu mikilvægt það er að huga vel að sálinni á hæstu fjöllum heims við krefjandi aðstæður.
Með því að hlusta á innsæið og fylgja sannfæringu sinni er hægt að klífa bæði erfiða tinda sem og allar þær krefjandi brekkur sem verða á vegi okkar í daglegu lífi.

Tamara þekkti vel John Snorra, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara sem var leiðangursfélagi hennar á Nanga Parbat. Á viðburðinum munum við því heiðra minningu þeirra og hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan.

Þá munu þær stöllur, Vilborg Arna og Brynhildur Ólafs segja frá leiðangri sínum yfir Grænlandsjökul s.l. vor.