Tix.is

Um viðburðinn

Hausttónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs eru árviss viðburður í starfi fjölmennustu skólahljómsveitar landsins. Alls koma fram um 160 börn og unglingar í þremur hljómsveitum og spila fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum.  Yngstu hljóðfæraleikararnir hefja tónleikana en þau hafa æft á hljóðfæri í eitt til tvö ár. B sveitin skipuð nemendum á þriðja til fimmta vetri stígur næst á stokk og spila þau sína tónlist fram að hléi. Eftir hlé mæta elstu krakkarnir á sviðið og leika krefjandi tónverk sem þau hafa verið að æfa í allt haust. Krakkarnir lofa tónlist við allra hæfa á tónleikunum og hlakka til að sjá sem flesta. Stjórnendur hljómsveitanna eru Össur Geirsson og Jóhann Björn Ævarsson.