Þann 2. nóvember 2022 flytur Kvennakórinn Vox feminae sönglög eftir Schubert í kvennakórsútsetningum, kórverk eftir íslensk samtímatónskáld og nokkrar sígildar perlur úr óperubókmenntunum. Auk þess koma fram tónlistarkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir mezzó-sópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanisti. Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stjórnar.
Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur. Stjórnandi kórsins frá árinu 2019 er Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Á þessum tæplega þrjátíu árum sem kórinn hefur starfað hefur hann haldið fjölmarga tónleika um allt land og víða erlendis. Merkar kirkjur og þekkt listasöfn hafa verið fyrir valinu sem tónleikastaður svo sem Péturskirkjan í Róm, Notre dame í París, Markúsarkirkjan í Feneyjum, Tate Gallery í London, Hallgrímskirkja, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarborg og nú síðast í Siglufjarðarkirkja á Þjóðlagahátíð.
Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld. Vox feminae hefur ætið lagt mikla áherslu á að efla og styrkja samningu verka fyrir kvennakóra og hefur kórinn átt gott samstarf við íslensk tónskáld. Fjöldi tónverka hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn sem hann hyggst endur flytja á afmælisárinu 2023. Vox feminae hefur gefið út þrjá geisladiska sem allir eru aðgengilegir á Spotify