Tix.is

Um viðburðinn

Hrekkjavaka Árbæjarsafns  

Mánudaginn 31. október kl. 17.30-20. 

Hrekkjavaka verður haldin á Árbæjarsafni mánudaginn 31. október frá kl. 17.30-20 og það í fjórða sinn sem hún er haldin á safninu. Safnið verður sveipað dulúðlegum blæ, húsin verða hryllileg og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar. Vinsamlegast athugið að börn 12 ára og yngri verða koma í fylgd með fullorðnum. Viðkvæmar sálir eru einnig hvattar til að hafa með sér fylgdarmann til halds og trausts.

Markmiðið er að gestir kynnist fornum siðum hátíðarinnar og hver veit nema andar fortíðarinnar verði á vegi þeirra. Þau allra hugrökkustu geta bankað upp á draugaleg hús sem hafa logandi lukt og krafið framliðna íbúa þeirra um grikk eða gott. Meðal atriða má nefna seiðskrattann ógurlega og elddrottning sem sýnir listir sínar. Þá verða nokkur grikk og gott nammihús. Nákvæma dagskrá má sjá á vef safnsins.

Aðgangur er ókeypis fyrir börn að 17 ára aldri, öryrkja og menningarkortshafa, aðrir gestir greiða 2.050 kr. Við mælum með að gestir bóki miða fyrirfram svo allt gangi fljótt og vel fyrir sig. Miðasala fer fram á tix.is 

P.s. Við mælum með að gestir komi gangandi, hjólandi eða með strætó þar sem bílastæði við safnið eru frekar fá.