Tix.is

Um viðburðinn

Bach á aðventunni —27. nóvember 2022  

Kór Hallgrímskirkju og Barokkbandið Brák halda tónleika fyrsta sunnudag í aðventu þar sem boðið verður upp á fjölbreyttar krásir úr búri meistara Bachs. Tónleikarnir hefjast á þremur orgelforleikjum við sálmalagið Nun komm, der Heiden Heiland en það er vel þekkt á Íslandi sem Nú kemur heimsins hjálparráð.   Á eftir orgelforleikjunum hljómar mótettan Lobet den Herrn, alle Heiden, þar sem kórinn svífur fimlega í fjörlegum lofsöngsdansi.  Næst lætur Barokkbandið Brák og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari ljós sitt skína í glæsilegum fiðlukonsert Bachs í a-moll.Tónleikunum lýkur á aðventukantötu Bachs, Nun komm, der Heiden Heiland (BWV 61), þar sem úrvalslið einsöngvara slæst í för með Barokkbandinu Brák og Kór Hallgrímskirkju.  

Verið hjartanlega velkomin!


Flytjendur

Kór Hallgrímskirkju

Barokkbandið Brák

Elfa Rún Kristinsdóttir, einleikari

Björn Steinar Sólbergsson, orgel

Steinar Logi Helgason, stjórnandi

Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona

Eggert Reginn Kjartansson, Tenór

Fjölnir Ólafsson, barítón


Efnisskrá

Johann Sebastian Bach

Nun komm, der Heiden Heiland, BWV 659
Trio super: Nun komm, der Heiden Heiland, BWV 660
Nun komm, der Heiden Heiland, BWV 661

Johann Sebastian Bach

Lobet den Herrn, alle Heiden, BWV 230

Johann Sebastian Bach

Fiðlukonsert í a-moll, BWV 1041

Johann Sebastian Bach

Nun komm, der Heiden Heiland, BWV 61