Hjartasvellið fyrir framan Bæjarbíó
ATH! við höfum opið til kl 19:00 þann 30. desember 2022
Heitt kakó og Möffins til sölu á svellinu
Tökum á móti hópum og fyrirtækjum. Vinsaml sendið póst á palli@bbio.is fyrir nánari upplýsingar.
Í nóvember og desember mun Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Bæjarbíó starfrækja Hjartasvellið, 200 fermetra skautasvell fyrir ungt fólk á öllum aldri. Svellið var opnað á aðventunni í fyrra og komu fjölmargir og nutu samveru á skautum í hjarta Hafnarfjarðar.
100% vistvænt og skemmtilegt
Hjartasvellið er 100% vistvænt þar sem hvorki vatn né rafmagn er notað til að frysta það. Svellið er byggt á sérhönnuðum gerviísplötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís sem býður uppá frábæra afþreyingu, upplifun og hreyfingu fyrir alla fjölskylduna.
Skautaferðirnar verða til sölu á tix.is og innifalin er leiga á skautum og hjálmi. Ferðir kl. 15:00 á fimmtudögum og föstudögum eru fríar en alltaf þarf að panta ferðina á tix.is
Hjartasvellið verður í ár staðsett beint á móti Bæjarbíó fyrir utan Bókasafn Hafnarfjarðar. Þessi staðsetning mun tengja mjög skemmtilega saman Jólaþorpið í miðbænum og ljósadýrðina í Hellisgerði.
OPNUNARTÍMAR
Þú pantar þína skautaferð og skauta á hjartasvellid.is og www.tix.is ( eingöngu er hægt að tryggja sér skautaferðina með því að kaupa miða fyrirfram á netinu)
Hver skautaferð er 40 mín og hefst á heila tímanum
Minnum fólk á að koma tímanlega til að forðast raðir
Það er frítt á svellið alla fimmtudaga og föstudaga kl 15:00
Hægt er að kaupa allt að 8 ferðir á 3.600 kr í sérstökum fjölskyldupakka, og reiknast afslátturinn í körfunni sjálfkrafa.