Tix.is

Um viðburðinn

Mattheusarpassían er óratóría eftir Johann Sebastian Bach og eitt magnaðasta stórvirki tónbókmenntanna. Hann er talinn hafa skrifað 5 passíur en Mattheusarpassían er önnur tveggja sem varðveist hafa í heild sinni. Tónlistin er með því allrafegursta sem samið hefur verið og er því ómetanlegur menningarauður sem dýrmætt er fyrir hvern sem er að þekkja.

Bach samdi óratóríuna árið 1727 fyrir einsöngvara, tvöfaldan kór og tvöfalda hljómsveit og því er hefðbundinn flutningur á því afar umfangsmikill. Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls og ofnar við hugleiðingar um píslarsögu Jesú Krists eftir þýska skáldið Picander og þekkta lútherska sálma.

Mattheus ungi er stutt leikræn aðlögun, unnin upp úr upprunalega verkinu með því markmiði að kynna verkið fyrir nýjum áheyrendahópum frá 8-9 ára aldri og leyfa þeim sem til þekkja að uppgötva verkið upp á nýtt.

Í Mattheusi unga flytja 5 einsöngvarar, 3 hljóðfæraleikarar og kór og kórstjórnandi sum fegurstu brotin úr passíunni um leið og söguþráðurinn og verkið sjálft eru kynnt á aðgengilegan hátt í meðförum leikaranna tveggja.

Leikgerðina gerði hollenski leikstjórinn Albert Hoex en Mattheusarpassían skipar sérstakan sess í hugum margra Hollendinga. Albert Hoex vann með íslensku flytjendunum að uppfærslunni. Flutningurinn tekur rétt rúma klukkustund.

Íslenska þýðingu á leikgerðinni gerðu Anna Vala Ólafsdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Kirkjusjóði og Tónlistarsjóði.

Fram koma

Albert Hoex

leikstjóri

Ágúst Ólafsson

baritónn

Bryndís Guðjónsdóttir

sópran

Guja Sandholt

listrænn stjórnandi og söngkona

Gunnar Guðbjörnsson

tenór

Hafsteinn Þórólfsson

barítón

HÁTÍÐARKÓR ÓPERUDAGA

hátíðarkór

Heleen Vegter

píanisti

Haukur Gröndal

saxafónleikari

Jana María Guðmundsdóttir

leik- og söngkona

Kolfinna Orradóttir

leikkona

Lára Bryndís Eggertsdóttir

kórstjórnandi, organisti, píanisti

Þórir Jóhannsson

bassaleikari