Tix.is

Um viðburðinn

Eldborg 5. nóvember 2022 kl. 18:00

Viðburðurinn er bæði hluti af dag- og kvölddagskrá Lokahátíðar Óperudaga og því gilda allir þrír passarnir á tónleikana. 

Miðaverð: 
3.900 kr. (dagpassi) 
5.900 kr. (kvöldpassi)
7.900 kr. (hátíðarpassi)

Aðgangur ókeypis fyrir börn, 12 ára og yngri.

Afsláttur af miðaverði í miðasölu Hörpu fyrir nemendur (25 ára og yngri).

Sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir heldur tónleika með tólf manna kammersveit í Eldborg í Hörpu á Óperudögum 5. nóvember 2022 kl. 18. Yfirskrift tónleikanna er „Hvað syngur í stjórnandanum?“ og á þeim verða frumflutt þrjú ný íslensk verk, samin sérstaklega fyrir tilefnið, auk aríu Zerbinettu úr óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss, en í öllum verkunum mun Ragnheiður syngja og stjórna samtímis. Höfundar verkanna þriggja eru Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og María Huld Markan.

Efnisskrá:

Jóhann G. Jóhannsson: Konsert fyrir kólóratúrsópran og kammersveit (2022), frumflutningur
Texti: William Shakespeare (Ræða Kalíbans úr Ofviðrinu)
I: Be not afeard
II: Ekkert að hræðast - þýðing: Helgi Hálfdanarson
III: Var icke rädd - þýðing: Carl August Hagberg

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: Fasaskipti (2022), frumflutningur
Ljóð: Þórdís Helgadóttir

María Huld Markan Sigfúsdóttir: Djúpalón (2022), frumflutningur
Ljóð: Þóra Hjörleifsdóttir

Richard Strauss: Großmächtige Prinzessin (1912), aría Zerbinettu úr Ariadne auf Naxos
Texti: Hugo von Hofmannsthal


Flytjendur:

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, sópran og hljómsveitarstjóri

Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari

Gunnhildur Daðadóttir, fiðluleikari

Anna Elísabet Sigurðardóttir, víóluleikari

Guðný Jónasdóttir, sellóleikari

Xun Yang, kontrabassaleikari

Kristín Ýr Jónsdóttir, flautuleikari

Julia Hantschel, óbóleikari

Birkir Örn Hafsteinsson, klarinettleikari

Bryndís Þórsdóttir, fagottleikari

Stefán Jón Bernharðsson, hornleikari

Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari

Helgi Þorleiksson, slagverksleikari


Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Tónskáldasjóði RÚV og STEFs og Nótnasjóði STEFs.