Tix.is

Um viðburðinn

Lokahátíð Óperudaga 2022

Óperudögum í Reykjavík lýkur með pompi og prakt í Eldborg í Hörpu þann 5. nóvember. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði frá hádegi til kvölds.

Hægt er að kaupa dagspassa sem gildir fyrir viðburðina kl. 13-19, kvöldpassa fyrir viðburðina frá kl. 18 og svo passa sem gildir bæði fyrir dag- og kvölddagskrá. Ókeypis er fyrir börn, 12 ára og yngri, á dagskrána frá klukkan 13-19 og þurfa þau ekki að mæta með miða.

Dagskrá:

12:45 Söngkvartett eftir Ásbjörgu Jónsdóttur í Hörpuhorni

13:00 Opnun lokahátíðar og fjölskyldudagskrá 
Gradualekórinn flytur sænsk og íslensk ljóð fyrir barnakór við ljóð fyrir loftslagið eftir íslensk og norræn börn - söngkvartett syngur Plast er drasl og fleiri ljóð eftir Helga Rafn Ingvarsson. Eyjólfur Eyjólfsson, Ragnheiður Gröndal og börn úr Flóaskóla flytja tónlist á langspil í verkefninu Fab Lab-langspil.

14:00 Síminn - ópera fyrir áhrifavalda 
Glæný útfærsla þessarar snörpu og skemmtilegu óperu um samband Ben við Lúsí - og símann hennar! Flytjendur: Hallveig Rúnarsdóttir, Áslákur Ingvarsson og hljómsveit Óperudaga undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Höfundur: Gian Carlo Menotti, íslensk þýðing: Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir.

  • Stutt hlé

15:00 Mattheus ungi 
Mattheus ungi er stutt leikræn aðlögun, unnin upp úr Mattheusarpassíu Bachs, með því markmiði að kynna verkið fyrir nýjum áheyrendum frá 8 ára aldri og leyfa þeim sem til þekkja að uppgötva verkið upp á nýtt. Tveir leikarar kynna söguþráðinn og fimm einsöngvarar, þrír hljóðfæraleikarar, kór og kórstjóri flytja suma fegurstu kaflana úr passíunni.

  • Stutt hlé

16:30 Úkraínsk söngstund 
Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Söngskóla Sigurðar Demetz flytja úkraínsk söngljóð í Eldborg, Hörpu og syngja mörg hver í fyrsta sinn á stóra sviðinu. Aðstoð við framburð fá þau frá einstaklingum úr úkraínskra samfélaginu á Íslandi.

17:00 Kórastuð!

  • Stefan Sand Groves - Horfðu á tónlistina!

  • Vox Feminae

  • KYRJA

  • Kvennakórinn Katla

18:00 Hvað syngur í stjórnandanum?
Sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir frumflytur þrjú íslensk tónverk fyrir syngjandi stjórnanda með tólf manna kammersveit.

19:00 Síminn - ópera fyrir áhrifavalda
eftir Gian Carlo Menotti í íslenskri þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar og í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. Hallveig Rúnarsdóttir og Áslákur Ingvarsson fara með hlutverk Lúsíar og Bens og hljómsveit Óperudaga leikur, undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

19:30 Hlé

20:30 ÓPERUPARTÝ
Gestgjafi kvöldsins, Bjarni Thor Kristinsson, bassasöngvari, hristir óvænta og skemmtilega óperugjörninga og -senur fram úr erminni og nýtur liðsinnis sumra af fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins.

21:30 Hlé

22:00 ÓPERUPARTÝ