Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Systur heldur tónleika ásamt gestum í Kaldalóni 17. október

Systur sendu nýverið frá sér sína fyrstu smáskífu „Dusty Road,“ ásamt tónlistarmyndbandi. Þær munu flytja óútgefin frumsamin lög af væntanlegri plötu sinni í bland við ábreiður af lögum með þeirra uppáhalds hljómsveitum/tónlistarfólki (Radiohead, Leonard Cohen, Elliot Smith og Fleetwood Mac). Systur fá til liðs við sig portúgölsku tónlistarkonuna Maro og hina virtu íslensku tónlistarkonu og lagahöfund Lay Low.

Systur mynduðu sterk tengsl við Maro í Eurovision 2022, en hún var fulltrúi Portúgals með fallega lagi sínu „Saudade, Saudade“.
Maro hefur spilað um allan heim og er núna á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með nýju plötunni sinni „Can you see me?“.

Lay Low er ein virtasta söngkona/lagahöfundur Íslands og er einnig höfundur Eurovision lagsins „Með hækkandi sól“ sem Systur fluttu í Eurovision á árinu.

Það er óhætt að segja að í gegnum Eurovision 2022 hafi örlagaríkt, fallegt og skapandi samstarf og vinátta myndast á milli Systra, Maro og Lay Low og heldur það áfram að dafna í krafti tónlistar og ástar.