Tix.is

Um viðburðinn

Uppselt er á tónleikana en hægt verður að kaupa aðgang að streymi hjá bæði Vodafone og Símanum.  Eins er hægt að kaupa aðgang út um allan heim hjá  Livey

Eyjanótt – 1973 2023 

Eyjatónleikar 21.janúar í Hörpu
Í Eldborgarsal Hörpu ætlum við að minnast og gleðjast. Minnast þessa stærsta atburðar í seinni tíma Íslandssögunni en ekki síður að gleðjast yfir hve vel allt fór þrátt fyrir allt. Við flytjum mörg af bestu lögunum sem við tengjum við Eyjar. Þar er af nógu að taka.

Flytjendur eru: Klara Elías, Jóhanna Guðrún, Stefán Hilmars, Magnús Kjartan, Hreimur, Sverri Bergmann, Halldór Gunnar, Jarl Sigurgeirs og Eygló Scheving, ásamt Kristjáni Gísla, Ölmu Rut, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja.

Stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar og strengja- og blásturssveit

Jarðeldarnir á Heimaey er eina eldgosið sem hófst í byggð á Íslandi, og urðu 1350 fjölskyldur, eða um 2,5% þjóðarinnar, heimilislaus í einu vetfangi þegar 1,6 km gossprunga opnaðist við bæjardyr Vestmanneyinga. Eldgosið var ekki bara áfall fyrir íbúa Heimaeyjar heldur einnig þungt efnahagslegt
högg fyrir hið unga lýðveldi Ísland, þar sem Vestmannaeyjar voru stærsta verstöð landsins - skapaði um 12% útflutningstekna.
Þegar svartnættið var sem mest spáði einn helsti eldfjallafræðingur heims að Eyjarnar myndu aldrei aftur byggjast. Vonlítil baráttan krafðist seiglu og staðfestu og munaði þar mikið um einurð og staðfestu Ólafs Jóhannessonar, þáverandi forsætisráðherra. ,,Vestmannaeyjar skulu rísa“, eru að margra, ein allra mögnuðustu orð stjórnmálaforingja í lýðveldissögunni en þessi eftirminnilegu orð lét hann falla þegar öll sund virtust lokuð. Eyjamenn héldu heim, hreinsuðu Heimaey og hófu ótrúlega endurreisn.