Tix.is

Um viðburðinn

Gefðu fimmu í samstarfi við Sky Lagoon og Tix kynnir:

Jón Jónsson & Friðrik Dór í Sky Lagoon. Einstakir og ljúfir tónleikar á einstökum stað.

Tónleikarnir fara fram þann 4. október næstkomandi í Sky Lagoon / Takmarkað miðaframboð.

Húsið opnar kl 19.00. DJ Sóley tekur á móti tónleikagestum.

Bræðurnir stíga á svið kl. 20.00 og ætla þeir að skapa ógleymanlega upplifun.

Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til vistheimilisins Mánabergs og annarra vistheimila sem heyra undir Barnavernd Reykjavíkur. Vistheimilin eru fyrir börn sem geta af ýmsum ástæðum ekki dvalið heima og þurfa því annað tímabundið heimili. Á heimilunum er mikið lagt upp úr því að börnin búi við öruggar aðstæður í skemmri tíma.

Foreldrar og börn fá stuðning samhliða dvöl barnsins á vistheimili og foreldrum getur verið boðið að verja þar tíma með barni sínu. Þá er unnið markvisst að því að hjálpa fjölskyldunni við samskipti og foreldrar fá þjálfun og stuðning við að mæta þörfum barna sinna.


Oftast eru það veikindi foreldra og erfiðar aðstæður sem leiða til þess að börn þurfa að koma á vistheimili og getur vistun verið allt frá einum sólarhring upp í nokkra mánuði.

Markmiðið með söfnuninni er að endurnýja og kaupa búnað svo veita megi börnum og foreldrum þeirra öruggar og hlýlegar aðstæður á erfiðum tímum.


Þessir mögnuðu tónleikar eru samvinnuverkefni 1881 góðgerðarfélags, Sky Lagoon, Tix og tónlistarmanna Jón Jónssonar, Friðrik Dórs og DJ Sóleyjar, þar sem allir gefa sína vinnu sem framlag til söfnunarinnar.


Pure Pass tónleikamiði
Pure er vinsælasta leiðin í Sky Lagoon og veitir aðgang að almennri búningsaðstöðu ásamt Ritúal meðferðinni.
Verð 9,990 kr.


Sky Pass tónleikamiði
Lúxusleið í Sky Lagoon, með fullbúnum einkaklefa með sturtu og húðvörum ásamt Ritúal meðferðinni.
Verð 13,900 kr.



Sky Lagoon býður upp á handklæði til afnota en öllum er frjálst að koma með sín eigin og nota á svæðinu. 12 ára aldurstakmark er í Sky Lagoon og börn frá 12–14 ára aldri verða að vera í fylgd foreldra/forráðamanna (18 ára og eldri).

Vinsamlegast athugið að ljósmyndari mun mynda tónleikana og með því að mæta samþykkir þú að láta mynda þig.