Tix.is

Um viðburðinn

Í verkinu Samdrættir eftir Mike Bartlett mætast tvær konur, stjórnandi fyrirtækisins og starfskraftur hennar, Emma. Þegar Emma telur sig vera ástfangna af Darren sakar yfirmaður hennar hana um brot á starfsmannareglum og leysa þarf vandamálið.

Enginn starfsmaður, yfirmaður eða stjórnandi fyrirtækisins skyldi verða uppvís að samskiptum við, athöfnum með eða verknaði gegn samstarfsmanni – hvort sem er almennum launþega, yfirmanni eða stjórnanda – gætu þau að öllu, miklu eða einhverju leyti túlkast sem kynferðisleg eða rómantísk, án þess að fyrirtækinu sé kunngjört um téð samband, athöfn eða verknað.

Samdrættir er hárbeitt verk frá Mike Bartlett þar sem áhorfendum er boðið að vera fluga á vegg á starfsmannafundum Emmu og framkvæmdastjóra sem fer óvenjulegar leiðir og út fyrir öll mörk í stjórnunarháttum sínum.


Höfundur: Mike Bartlett
Þýðing: Kristín Eiríksdóttir
Leikstjórn: Þóra Karítas Árnadóttir
Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Sviðshreyfingar: Inga Maren Rúnarsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson
Listræn ráðgjöf: Filippía Elísdóttir
Leikkonur: Íris Tanja Flygenring og Þórunn Lárusdóttir
Ljósmynd á plakati: Aldís Pálsdóttir
Grafisk hönnun: Sean Mackaoui og Jóhanna Helga Þorkelsdóttir
Framleiðandi: Silfra Productions ehf.


Sýningin er styrkt af menningarráðuneytinu með styrk úr sviðslistasjóði