Tix.is

Um viðburðinn

MBRA var stofnuð haustið 2014 og er skipuð fjórum atvinnutónlistarkonum;

Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Hafa þær í sameiningu skapað sinn eigin hljóðheim sem hefur fornan blæ og oft dimman undirtón. Umbra leggur áherslu á að skapa eigin útsetningar á fornu tónefni og vinna markvisst með þann hljóðheim sem hlýst af samsetningu upprunahljóðfæra og samsöngs. Þær hafa einnig frumflutt verk eftir tónskáldin Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Finn Karlsson sem voru samin fyrir hópinn. Umbra hefur haldið reglulega tónleika víðsvegar, jafnt heima sem erlendis. Sem dæmi má nefna Listahátíð í Reykjavík, Miðaldahátíð í Svíþjóð, Þjóðlagahátið á Siglufirði, Tíbrá tónleikaröð í Kópavogi, Hallgrímskirkju, Frihavnskirken í Kaupmannahöfn og Dómkirkjunni í Helsinki. Haustið 2021 fór hópurinn í tónleikaferð til Hollands og spilaði í Rotterdam, Deventer og Lichtenvoorde. Í apríl 2022 var Umbra valin til að spila á Nordic Folk Alliance hátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð. Framundan eru tónleikaferðir til Frakklands, Noregs og Hollands.

Umbra gaf út tvær plötur hjá plötuútgáfunni Dimmu árið 2018. Annars vegar plötuna “Úr myrkinu” sem kom út í apríl 2018 og inniheldur forn lög úr evrópskum handritum sem tengjast dekkri hliðum mannlegrar tilveru og svo hinsvegar jólaplötuna “Sólhvörf” sem kom út í nóvember 2018. Þriðja plata hópsins “Llibre vermell” kom út hjá Dimmu í nóvember 2019. Fyrstu þrjár plöturnar hlutu allar tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki þjóðlagatónlistar og bar platan, “Sólhvörf”, sigur úr býtum á hátíðinni árið 2019.  

Umsögn dómnefndar um plötuna: 

“Á Sólhvörfum tekur Umbra hlustandann í heillandi ferðalag þar sem tónlist tengd dimmum vetrardögum er í forgrunni. Lögin eru sum hver vel þekkt en önnur minna, en eiga það sameiginlegt að vera framúrskarandi útsett og flutt af þessum frábæra hópi tónlistarkvenna. Virkilega vönduð plata.”

Fjórða og jafnframt nýjasta plata hópsins, BJARGRÚNIR, er tileinkuð hinum íslenska þjóðlagaarfi. Hún kom út í maí 2022 og er gefin út sameiginlega af Dimmu og Nordic Notes í Þýskalandi sem dreifir henni til 10 landa í Evrópu. .


--ENGLISH--

The Icelandic ensemble Umbra is critically acclaimed as “one of the most interesting ensembles” in Iceland, particularly for their musical ambition and “outstanding arrangements” in the field of ancient and traditional music.

Umbra was founded in 2014 by four female professional musicians: Alexandra Kjeld (double bass and vocals), Arngerður María Árnadóttir (celtic harp, organ and vocals), Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir (violin and vocals) and Lilja Dögg Gunnarsdóttir (lead singer, percussion and flutes). From the beginning their vision has been to craft their own musical world with a distinct sound and unique delivery in performing both ancient and new music. The ensemble's repertoire features sacred and secular medieval tunes from Iceland and continental Europe, as well as traditional songs, performed to the ensemble's original arrangements. In addition to that they have been performing Icelandic contemporary music by some of the country's most prominent composers.  

Umbra has performed at numerous concerts and festivals all over Iceland and in Europe. They have as well been collaborating with improvisation artists, visual and dance artists on a regular basis.

The first record, Out of darkness was released early 2018 by independent music label Dimma and followed later the same year by their second album, Solstitium which won Record of the Year at the 2018 Icelandic Music Awards.

“On the album Solstitium, Umbra takes the audience on a transcendental musical journey through dark winter days. The songs, some well known but others less, are formidably arranged and performed by this great ensemble of female musicians. An album of an extraordinarily high quality.”

The third record Llibre vermell was released in 2019. The latest album; Bjargrúnir - Icelandic folksongs and ballads, was released in May 2022 and is distributed by the German label Nordic Notes to 10 countries in Europe.