Tix.is

Um viðburðinn

Reykjavík Comedy Festival stimplaði sig rækilega inn í fyrra þar sem tugir uppistandarar og þúsundir gesta mættust undir merkjum hátíðarinnar. Hátíðin verður haldin í annað sinn haust á vegum Senu, í samstarfi við Europe Comedy Fest. Sambærilegar hátíðir verða haldnar um svipað leyti í Svíþjóð, Noregi, Belgíu og fleiri löndum. Fjöldi virtra og brjálæðislega fyndinna uppistandara stígur á svið í Reykjavík á meðan hátíðinni stendur.

Dylan Moran kemur fram í Silfurbergi í Hörpu 24. október. UPPSELT
Uppistandarinn, rithöfundurinn og leikarinn Dylan Moran kemur fram í Silfurbergi í Hörpu 24. október kl. 20 með sýninguna OFF THE HOOK. Hann hefur að undanförnu hlotið stórkostlega dóma fyrir hárbeittan húmorinn í sýningunni.

Ben Kronberg og Dagfinn Lyngbo koma fram í Silfurbergi í Hörpu 24. október.
Ben fléttar saman sniðugum bröndurum, hnyttnum athugasemdum og grípandi lögum sem hann spilar á gítar, Casio-hljómborð og iPhone! Kærusturnar hans (sem eru reyndar allar fyrrverandi) hafa veitt honum mikinn innblástur í uppistandinu. Dagfinn er vinsælasti uppistandari Noregs og sá söluhæsti, jafnt á sviði sem á DVD. Dagfinn byggir uppistand sitt á fáránlega fyndnum og frumlegum athugunum og vangaveltum úr hversdagsleikanum
Þórdís Nadia hitar upp.

Gabriel Iglesias kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 25. október.
Iglesias er einn af vinsælustu uppistöndurum heims og er jafnan uppselt á sýningarnar hans hvert sem hann fer. Íslendingar fengu einmitt að kynnast því á dögunum, en grínistinn er með uppistand í Hörpu þann 27. maí og seldist upp á viðburðinn á skotstundu.

Daniel Sloss kemur fram í Þjóðleikhússkjallaranum 25. október.
Daniel Sloss kemur með sýninguna Really ...?! Daniel er einn af stærstu uppistöndurunum á Edinburgh Festival Fringe og þrátt fyrir að hann sé aðeins 24 ára gamall hefur verið pakkuppselt á hverja einustu sýningu sem hann hefur haldið á hátíðinni.
Bylgja Babýlóns og Kai Humphries hita upp.

Doug Stanhope kemur fram í Háskólabíó 30. október.
Uppistand Dougs er mjög fjölbreytt og fjallar um allt frá lífsreynslusögum um grafískar perversjónir til ofsafenginnar samfélagsrýni. Doug er óheflaður, með sterkar skoðanir, grimmilega hreinskilinn, gersamlega hömlulaus og alls, alls ekki allra!
Hugleikur Dagsson hitar upp.